Blair segir „gríðarlegar“ breytingar í vændum í loftslagsmálum

Ferenc Gyurcsany , forsætisráðherra Ungverjalands (t.v.) ræðir við Tony Blair …
Ferenc Gyurcsany , forsætisráðherra Ungverjalands (t.v.) ræðir við Tony Blair og kanslara Austurríkis, Alfred Gusenbauer (t.h.) í gær. Reuters

Leiðtogar ríkja Evrópusambandsins (ESB) sem sitja loftslagsráðstefnu í Brussel munu í dag kynna nýja áætlun sína í loftslagsmálum sem Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, segir hafa gríðarlegar breytingar í för með sér. Ráðstefnugestir munu samþykkja formlega í dag að útblástur gróðurhúsalofttegunda verði 20% minni árið 2020 en hann var 1990.

Blair sagði í samtali við Sky fréttastöðina að hann væri einnig sannfærður um að Bandaríkin, Kína og Indland væru reiðubúin til að ræða „raunhæfa áætlun.“ „Ég held að þessi ráðstefna gæti verið vendipunktur fyrir Evrópu, stefnu hennar og forystu í heimsmálum,“ sagði Blair.

En þrátt fyrir þessa bjartsýni þá eru ríkisstjórnir sambandsríkja afar skiptar í afstöðu sinni til þessara mála. Angela Merkel, kanslari Þýskalands og stjórnandi ráðstefnunnar, sagði í gær að Evrópusambandið væri í hlutverki frumkvöðuls í loftslagsmálum og að það væri nauðsynlegt. Enn væri deilt um hversu ströng skilyrði ætti að setja ríkjum að taka upp endurnýtanlega orkugjafa, hvort skylda ætti þau til þess og hvort refsa ætti þeim sem ekki verða við tilmælunum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert