George W. Bush, Bandaríkjaforseti, hafnaði í dag við upphaf ferðalags síns um S-Ameríku, ásökunum um að Bandaríkjamenn hafi virt að vettugi vandamál álfunnar. Sagði Bush m.a. að þetta væru mögulega það sem einhverjir segðu en að staðreyndirnar töluðu öðru máli.
„Okkur er annt um nágranna okkar”, sagði Bush, „og ég held að Bandaríkjunum sé ekki talið nægilega til tekna sú viðleitni sem þau hafa sýnt í að bæta líf annarra”.
Yfirstandandi ferð Bush nú er af mörgum álitin tilraun til að sporna við auknum áhrifum erkióvinar síns, Hugo Chaves, forseta Venesúela. Bush er nú í Brasilíu, en fer þaðan til Úrúguay, Kólumbíu, Guatemala og Mexíkó.