„Slátrarinn“ meðal 16 handtekinna uppreisnarmanna í Írak

Bandarískur hermaður leitar vopna á ökumanni í Bagdad.
Bandarískur hermaður leitar vopna á ökumanni í Bagdad. Reuters

Bandaríkjaher handtók í morgun 16 meinta uppreisnarmenn í Írak og þar af leiðtoga úr al-Qaeda hryðjuverkasamtökunum sem gengur undir viðurnefninu Slátrarinn. Slátrarinn fékk viðurnefnið fyrir að hálshöggva fanga sína. Slátrarinn er einn sex uppreisnarmanna sem náðust snemma morguns í áhlaupi í borginni Mosul, en sá sjöundi var felldur. Slátrarinn ber ábyrgð á fjölda mannrána, að hafa afhöfðað fjölda manns og skipulagt sjálfsvígsárásir í Ramadi og Mosul.

Í borginni Fallujah náðu hermenn tveimur mönnum sem grunaðir eru um að hafa aðstoðað erlenda öfgamenn að komast til landsins óséðir. Átta til viðbótar úr neti uppreisnarmanna, að því að talið er, náðust nærri bænum Karmah, þeirra á meðal „fjölmiðlaemír“ Al-Qaeda, eins og Bandaríkjaher orðaði það í yfirlýsingu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert