Vilja breyta fangelsi í nýtt Ungdomshus

Vegfarendur lögðu í dag blóm á lóðina þar sem Ungdomshuset …
Vegfarendur lögðu í dag blóm á lóðina þar sem Ungdomshuset á Norðurbrú í Kaupmannahöfn stóð, en húsið var jafnað við jörðu í vikunni. Reuters

Margir þeirra, sem úrskurðaðir voru í gæsluvarðhald vegna óeirðanna í Kaupmannahöfn um síðustu helgi, sitja í Vestre fangelsinu í Suðurhöfninni í borginni. Nú vilja fleiri ungmenni komast þangað inn, ekki þó sem fangar heldur hefur komið upp sú hugmynd að fangelsinu verði breytt í samkomuhús eins og Ungdomshuset var.

Boðað hefur verið til fundar um málið í kvöld meðal þeirra, sem sóttu Ungdomshuset við Jagtveg á Norðurbrú en húsið var jafnað við jörðu í vikunni. Í tilkynningu frá hópnum, sem dönsku blöðin vitna til í dag, segir að Kaupmannahöfn fái með þessu einstakt tækifæri til að vernda borgarana gegn uppreisnarseggjum sem hugsi öðruvísi en aðrir.

Ungmennin krefjast þess einnig, að félagar þeirra í Vestre fangelsinu verði látnir lausir án tafar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert