Bin Laden fimmtugur í dag?

Osama bin Laden fæddist þann 10. mars árið 1957 í …
Osama bin Laden fæddist þann 10. mars árið 1957 í Sádi-Arabíu, og er því fimmtugur í dag, þ.e. ef hann er á lífi. Reuters

Osama bin Laden er fimm­tug­ur í dag, þ.e. sé hann enn á lífi. Eitt er víst að taliban­ar hafa óskað hon­um lang­lífi. Lítið hef­ur heyrst í bin Laden, sem er leiðtogi al-Qa­eda hryðju­verka­sam­tak­anna, og af þeim sök­um hafa ýms­ir velt því fyr­ir sér hvort hryðju­verka­leiðtog­inn sé all­ur. Marg­ir leyniþjón­ustu­menn telja hins­veg­ar að ef bin Laden sé lát­inn þá væru frétt­ir þess efn­is þegar bún­ar að birt­ast á vefsíðum íslamskra upp­reisn­ar­manna.

Talsmaður talib­ana sagðist í sam­tali við Reu­ters-frétta­stof­una vera þess full­viss að bin Laden sé á lífi. Mullah Hayatullah Khan sagði jafn­framt að hátt­sett­ir leiðtog­ar al-Qa­eda hafi reglu­lega sam­band við bin Laden. Þetta þykir renna stoðum und­ir þær kenn­ing­ar að bin Laden sé í fel­um í fjall­lend­inu við landa­mæri Pak­ist­an og Af­gan­ist­an.

Khan seg­ir að bar­daga­menn úr röðum talib­ana muni koma sam­an til bæna­halda í her­búðum sín­um í Af­gan­ist­an til og minn­ast þess að í dag eru 50 ár liðin frá fæðingu bin Ladens, en hann fædd­ist þann 10. mars árið 1957 í borg­inni Jeddah í Sádi-Ar­ab­íu. „Við biðjum að Allah gefi hon­um 200 ár til viðbót­ar,“ sagði Khan.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert