Danska lögreglan handtók 37 á lóð Ungdomshuset

Lóðin þar sem Ungdomshuset stóð.
Lóðin þar sem Ungdomshuset stóð. Reuters

Lögregla í Kaupmannahöfn handtók 37 ungmenni á lóð Ungdomshuset við Jagtvej í Kaupmannahöfn í nótt. Allt að 1000 manns tóku þátt í óformlegri útihátíð við rústir hússins, sem rifið var í vikunni. Alls hafa 732 verið handteknir vegna óspekta frá því lögregla rýmdi Ungdomshuset 1. mars sl og þar af eru 193 enn í fangelsi.

Lögreglan fylgdist vel með gleðskapnum í nótt en aðhafðist ekki fyrr en nokkrir veislugesta hófu að kasta flöskum og grjóti í lögreglumenn. Verða karl og kona leidd fyrir dómara síðar í dag þar sem krafist verður gæsluvarðhalds yfir þeim.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert