Ekki sett ferðabann á konur í Líbýu

Ekki stendur til að banna konum yngri en 40 ára að ferðast til útlanda án þess að vera í fylgd náins skyldmennis af karlkyni, samkvæmt upplýsingum frá stjórnvöldum í Líbýu. Á vef stjórnvalda kemur fram að utanríkisráðuneytið neita fréttum að fyrirhugað hafi verið að setja slíkt bann við ferðalögum kvenna án þess að faðir, bróðir eða annars karlkynsættingi sé með í för.

Dagblað stjórnvalda Al-Jamahiriya greindi frá banninu á miðvikudag, daginn fyrir alþjóðlegan baráttudag kvenna.

Í yfirlýsingu frá utanríkisráðuneytinu kemur fram að það hafi aldrei verið ætlunin að hefta kvenþjóðina í að ferðast til útlanda. Enda séu líbanskar konur þegar starfandi sem flugmenn, dómarar, blaðamenn, stjórnmálamenn og vísindamenn.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert