Leiðtogar stjórnarandstöðunnar í Simbabve teknir höndum

Morgan Tsvangirai (t.h.) hefur verið handtekinn ásamt fimm háttsettum samstarfsmönnum …
Morgan Tsvangirai (t.h.) hefur verið handtekinn ásamt fimm háttsettum samstarfsmönnum sínum. Reuters

Leiðtogi stjórnarandstöðunnar í Simbabve, Morgan Tsvangirai, var í dag handtekinn ásamt nokkrum samstarfsmanna sinna. Þeir voru teknir höndum þegar þeir reyndu að halda bænafund í Harare.

Lögreglan lokaði vegum og barðist við stuðningsmenn stjórnarandstöðunnar í dag. Hún notaði m.a. táragas og vatnsbyssur á mótmælendurna að sögn sjónarvotta.

Stjórnarandstaðan hefur heitið því að efna til fjöldafundar en ríkisstjórn landsins segir stjórnarandstæðinga hafa brotið gegn banni sem bannar hverskyns stjórnmálasamkomur.

Embættismenn úr röðum stjórnarandstöðuflokks Tsvangirais segja að hann, ásamt fimm öðrum háttsettum flokksmönnum, séu nú í haldi á Highfields lögreglustöðinni.

Það var samtökin Björgum Simbabve sem efndu til fjöldafundarins, en að samtökunum standa kirkju-, mannréttinda- og pólitísk samtök.

Bann var lagt við hverskyns stjórnamálafundum í síðasta mánuði eftir að átök brutust út á fundi stjórnarandstæðinga í síðasta mánuði.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert