Kiley hershöfðingi segir af sér vegna Walter Reed

Kevin Kiley fyrir þingnefnd vegna Walter Reed málsins í síðustu …
Kevin Kiley fyrir þingnefnd vegna Walter Reed málsins í síðustu viku. Reuters

Kevin Kiley, hershöfðingi og yfirmaður heilbrigðismála hjá bandaríska hernum, hefur sagt af sér vegna hneykslismáls, bágs aðbúnaðar sjúklinga á Walter Reed hersjúkrahúsinu í Washington. Varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna greindi frá þessu í dag. Næstráðandi hans var settur í embættið án tafar.

Embættismaður tengdur ríkisstjórn Bandaríkjanna segir George W. Bush Bandaríkjaforseta ekki hafa komið að ákvörðun Kiley. Talsmaður forsetans, Dana Perino, segir hann styðja ákvörðunina um að taka á sig ábyrgð á málinu. Hart hefur verið sótt að Kiley vegna aðbúnaðar særðra hermanna í Walter Reed, sem höfðust við í sóðalegum vistarverum og lítið um þá hirt.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka