Mótmælendum boðið upp á rjómabollur í Kaupmannahöfn

Fjórtán ungmenni voru handtekin eftir að hópur mótmælenda réðst inn í leiguhúsnæði á vegum Kaupmannahafnarborgar í dag. Aðgerðir mótmælendanna voru þáttur í mótmælum þeirra gegn rýmingu og niðurrifi Ungdómshússins. Áður en lögregla kom á vettvang buðu íbúar hússins mótmælendunum hins vegar boðið upp á kaffi og rjómabollur en mótmælendur þökkuðu fyrir sig með flautuleik og söng. Á borða sem mótmælendurnir báru stóð: „Rými fyrir fjölbreytni. Ungdómshús strax."

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert