Fleiri ófriðarseggjum sleppt úr fangelsi í Danmörku

Ungmenni sjást hér kasta grjóti í lögreglu á Norðurbrú í …
Ungmenni sjást hér kasta grjóti í lögreglu á Norðurbrú í Kaupmannahöfn, þegar óeirðirnar stóðu sem hæst. AP

Danska lögreglan hefur sleppt fleiri ungmennum, sem voru handtekin í tengslum við óeirðirnar í Kaupmannahöfn, eftir að landsrétturinn komst að þeirri niðurstöðu að ófriðarástandinu sér lokið. Sjö ungmenni, sem voru sökuð um að hafa kveikt í bifreið, eru á meðal þeirra sem hefur verið sleppt.

Lögreglan í Kaupmannahöfn hefur ákveðið að krefjast ekki frekari gæsluvarðhalds yfir sjö ungmennum, sem eru 16 og 17 ára, sem eru sökuð um að hafa kveikt í bifreið og fyrir almennar óspektir.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert