Hjónaband samkynhneigðra karlmanna dæmt ógilt í Frakklandi

mbl.is/Ásdís

Hæstiréttur Frakklands dæmdi í dag hjónaband tveggja karla ógilt. Gengu mennirnir í hjónaband árið 2004 og voru þeir fyrstu samkynhneigðu einstaklingarnir til að ganga í hjónaband í Frakklandi. Hæstiréttur staðfesti með þessu ákvörðun áfrýjunardómstóls í Bordeaux frá árinu 2005 um að hjónavígslan hafi verið ólögleg.

Í niðurstöðu Hæstaréttar segir að samkvæmt frönskum lögum er hjónaband sameining karlmanns og konu.

Stephane Charpin og Bertrand Charpentier voru gefnir saman við borgaralega vígslu í bænum Begles í Bordeaux-héraði. Vakti athöfnin mikla athygli en stjórnvöld brugðust strax við með því að setja að hjónavígslan væri ekki gild þar sem um brot á lögum væri að ræða. Engin samkynhneigð pör hafa verið gefin saman í hjónaband í Frakklandi eftir þetta.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert