Nærri einn þriðji þeirra bandarísku hermanna, sem þurfa að leita sér læknisaðstoðar á vegum ríkisins eftir að hafa lokið skyldustörfum í Írak eða Afganistan, hafa verið greindir með geðræna sjúkdóma. Þetta kemur fram í rannsókn þar sem kallað er eftir því að meira verði að gert til þess að til þess að mæta þessum vanda.
Hjá ungum hermönnum hefur áfallaröskun, kvíði, þunglyndi, efnanotkun og önnur vandamál verið greind að því er segir í niðurstöðum rannsóknarinnar.
Fram kemur að það sé mikilvægt að vel sé hlúð að hermönnum sem eiga við geðræn vandamál að stríða auk þeirra sem eru með líkamlega áverka. Málið lítur nú dagsins ljós á sama tíma og greint hefur verið frá ömurlegum aðbúnaði bandarískra hermanna á Walter Reed hersjúkrahúsinu í Washington, auk fleiri hersjúkrahúsa.
Í kjölfar uppljóstrunarinnar rak Robert Gates varnarmálaráðherra stjórnanda sjúkrahússins, herforingjann George Weightman, og eftirmann hans, Kevin Kiley, sem gegndi embættinu í einn dag.
Karen Seal, hjá Kaliforníuháskóla sem vann að rannsókninni, segir að útbreiðsla geðrænna vandamála hjá bandarískum hermönnum sem hafa lokið skyldustörfum færði stríðið heim. Því fylgi mikill kostnaður bæði fyrir samfélagið og fyrir þann sem þarf að glíma við geðsjúkdóminn.