Bill Clinton og Kofi Annan heimsækja Árósa

Bill Clinton.
Bill Clinton. Reuters

Bill Clinton, fyrrum forseti Bandaríkjanna, og Kofi Annan, fyrrum framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, heimsækja Árósa í Danmörku 21. maí og koma fram á fundi í NRGi Arena í borginni.

Clinton hefur gert víðreist frá því hann hætti sem forseti fyrir sex árum en Annan hefur haft hægt um sig eftir að hann lét af embætti fyrir nokkrum mánuðum.

Að sögn Århus Stiftstidende munu þeir Annan og Clinton heimsækja nokkur lönd í maí. Clinton mun einnig koma við í Færeyjum 24. maí.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert