Fræðsluvef BBC lokað vegna kvartana frá framleiðendum fræðsluefnis

BBC Trust, tólf manna nefnd sem hef­ur yf­ir­um­sjón með breska rík­is­sjón­varp­inu, hef­ur til­kynnt að fræðslu­vef stofn­un­ar­inn­ar, BBC Jam, verði lokað þann 20. mars næst­kom­andi, þar sem aðilar sem hafa tekj­ur af því að fram­leiða fræðslu­efni fyr­ir netið hafa lagt fram kvart­an­ir til fram­kvæmda­stjórn­ar Evr­ópu­sam­bands­ins.

Vef­ur­inn var opnaður í janú­ar á síðasta ári, BBC hafði lagt fram 150 millj­ón­ir punda, eða sem svar­ar til tæp­lega tutt­ugu millj­arða ís­lenskra króna til þró­un­ar á vefn­um, og hef­ur um helm­ingi þess fjár þegar verið eytt.

Breska rík­is­stjórn­in samþykkti gerð vefjar­ins í janú­ar árið 2003, til­gang­ur hans var að þjóna sem fræðslu­tæki fyr­ir ung­menni á aldr­in­um fimm til 16 ára og var aðgengi­leg­ur öll­um net­not­end­um í Bretlandi. 170.000 manns eru skráðir not­end­ur að vefn­um, en þar sem skrán­ing­ar er ekki kraf­ist er ómögu­legt að segja til um hve marg­ir not­end­urn­ir eru í raun og veru.

Chitra Bharucha, formaður nefnd­ar­inn­ar hef­ur beðið not­end­ur BBC Jam af­sök­un­ar, og beðið stjórn BBC um að koma með nýj­ar til­lög­ur að því hvernig BBC geti upp­fyllt hlut­verk sitt, sem er m.a. að styða form­lega mennt­un og nám og koma til móts við þarf­ir skóla­barna á net­inu.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert