Talsverð spenna ríkir í breska þinghúsinu en þar stendur nú yfir umræða um þá tillögu Tonys Blairs, forsætisráðherra, að kjarnorkuvopna Breta verði endurnýjuð. Búist er við að tillagan verði samþykkt í neðri deild þingsins síðar í dag en ljóst er að hluti þingmanna Verkamannaflokks mun greiða atkvæði gegn tillögunni. Þingmenn Íhaldsflokksins ætla hins vegar að samþykkja tillöguna. Mótmælaaðgerðir hafa verið utan við þinghúsið í Lundúnum í dag og á myndinni sjást lögreglumenn fjarlægja mótmælendur.