Morgan Tsvangirai leiðtogi stjórnarandstöðunnar í Simbabve hefur heitið því að halda baráttu sinni áfram eftir að hann og aðrir flokksmenn hans máttu þola barsmíðar á meðan þeir voru í gæsluvarðhaldi lögreglu.
Tsvangirai og 12 stuðningsmanna hans voru fluttir á sjúkrahús eftir að hafa orðið fyrir „árás sadista“.
Þeir voru handteknir á sunnudag þegar lögreglan leysti upp bænafund í Harare, en yfirvöld hafa bannað alla fjöldafundi í landinu.
Kembo Mohadi, innanríkisráðherra Simbabve, sagði í viðtali við ríkisdagblaðið Herald að lögunum yrði fylgt eftir í þaula.
Tsvangirai, sem leiðir stjórnarandstöðuflokkinn MDC, var á meðal 50 stjórnarandstæðinga, sem mættu fyrir dómara í Harare í gær, eftir að hafa setið í varðhaldi í tvo daga.
Þegar hann og stuðningsmenn hans voru leiddir frá dómstólnum í Harare fordæmdu þeir meðferð lögreglu á sér.