Tsvangirai talinn höfuðkúpubrotinn

Stórlega sá á Morgan Tsvangirai, leiðtoga stjórnarandstöðunnar í Zimbabve, er …
Stórlega sá á Morgan Tsvangirai, leiðtoga stjórnarandstöðunnar í Zimbabve, er hann kom úr dómssalnum í gær. STR

Tekin var heilasniðmynd af Morgan Tsvangirai, leiðtogi stjórnarandstöðunnar í Zimbabve, í morgun en talið er að bestur hafi komið í höfuðkúpu hans er hann varð fyrir barsmíðum í haldi lögreglu. „Það var tekin af honum heilasniðmynd og við bíðum nú eftir niðurstöðunum,” sagði William Bango talsmaður stjórnarandstöðuflokksins MDC í morgun. „Læknar telja að það sé brestur í höfuðkúpunni.

Morgan Tsvangirai var á meðal 50 stjórnarandstæðinga, sem mættu fyrir dómara í Harare í gær, eftir að hafa setið í varðhaldi í tvo daga. Fólkið var handtekið þegar lögreglan leysti upp bænafund í Harare, en yfirvöld hafa bannað alla fjöldafundi í landinu.

Tsvangirai og stuðningsmenn hans fordæmdu framkomu lögreglu er þeir voru leiddir frá dómstólnum í Harare í gær og hét Tsvangirai því að halda áfram baráttu sinni fyrir virku lýðræði í landinu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert