Allt gert til þess að fá ítalskan blaðamann leystan úr haldi

Daniele Mastrogiacomo
Daniele Mastrogiacomo Reuters

Forsætisráðherra Ítalíu, Romano Prodi, segir að stjórnvöld á Ítalíu muni gera allt sem í þeirra valdi stendur til þess að ítölskum blaðamanni sem rænt var í Afganistan verði sleppt úr haldi mannræningja.

Í ítalska dagblaðinu La Repubblica í dag er haft eftir Prodi að hann rætt við stjórnvöld í Afganistan um málið en Daniele Mastrogiacomo var rænt ásamt tveimur Afgönum í síðustu viku. Voru þeir á ferð um Helmand hérað og hafa talibanar lýst yfir ábyrgð á mannráninu.

Í myndskeiði sem var birt á ítölskum sjónvarpsstöðvum í gær sést blaðamaðurinn biðja Prodi um hjálp.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert