Mugabe gefur lítið fyrir gagnrýni á aðgerðir lögreglu gegn Tsvangirai

Robert Mugabe, forseti Zimbabve
Robert Mugabe, forseti Zimbabve AP

Robert Mugabe, forseti Zimbabve, lýsti því yfir í dag að gagnrýnendur stjórnar hans á Vesturlöndum geti „farið til fjandans” en ummælin eru þau fyrstu sem höfð eru eftir honum frá því greint var frá því að Morgan Tsvangirai, leiðtogi stjórnarandstöðunnar í landinu, hefði höfuðkúpubrotnað í haldi lögreglu fyrr í vikunni.

„Þegar þeir gagnrýna stjórn sem er að reyna að koma í veg fyrir ofbeldi og refsa þeim sem hvetja til ofbeldis tökum við þá afstöðu að þeir geti farið til fjandans,” sagði Mugabe eftir fund sinn með Jakaya Kikwete, forseta Tansaníu, í dag. Þá sagði hann MDC-hreyfingu Tsvangirais hafa ýtt undir ofbeldi.

„Þetta er hópur fólks sem lagði sig fram um að hvetja til ofbeldis. Við heyrum enga gagnrýni á aðgerðir þeirra frá yfirvöldum á Vesturlöndum,” sagði hann

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert