PETA saka þagnarmunka um slæma meðferð á dýrum

PETA-liðar mótmæla seladrápi Kanadamanna við sendiráð þeirra í Berlín í …
PETA-liðar mótmæla seladrápi Kanadamanna við sendiráð þeirra í Berlín í dag. Reuters

Dýraverndunarsamtökin PETA saka þagnarmunka í Mepkin-klaustrinu í Suður-Karólínuríki í Bandaríkjunum um að fara illa með dýr og óheiðarlega viðskiptahætti. Munkarnir selji fólki dýraafurðir með þeim formerkjum að dýrin séu ánægð í búi munkanna. Munkarnir þykist virða náttúruna en geri það ekki og brjóti kaþólskar meginreglur. Öllu þessu komu samtökin á framfæri við landbúnaðardeild ríkisins í dag.

Munkarnir eru trappistar, tilheyra afar strangri undirreglu Sistersíanareglu sem stofnuð var árið 1644. Trappistar eiga að reyna eftir megni að tala ekki á daginn og sér í lagi á nóttunni. Þar að auki er búist við því af þeim að þeir búi við fátækt og eigi litlar sem engar eignir og hafi sem minnst samskipti við umheiminn. Trappistarnir í Mepkin eru með hænsnabú.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert