Lögreglan í Stokkhólmi stöðvaði konu sem var á göngu með svan í plastpoka. Svanurinn hafði flækst í fiskilínu og sagðist konan ætla með hann til dýralæknis. Að sögn lögreglunnar er ekki ólöglegt að fara með svan til dýralæknis en þeir þekktu konuna því í janúar var gerð húsleit hjá henni og fundust þá ellefu svanir heima hjá henni.
Samkvæmt sænskum lögum er óheimilt að geyma svani heima hjá sér lengur en í tvo sólarhringa. Dagens Nyheter sagði frá þessu í dag.