Ný útprentun af yfirheyrslum yfir Khalid Sheikh Mohammed, einum af foringja al-Qaeda hryðjuverkasamtaka, sýnir að Mohammed segist hafa hálshöggvið bandaríska blaðamanninn Daniel Pearl.
„Með blessaðri hægri hendi minni hjó ég höfuðið af bandaríska gyðingnum Daniel Pearl í borginni Karachi í Pakistan," sagði Mohammed í yfirheyrslu í fangabúðum Bandaríkjahers við Guantánamoflóa á Kúbu.
Samkvæmt útprentunum af yfirheyrslum, sem birtar voru í gærkvöldi, játaði Mohammed að hann bæri ábyrgð á hryðjuverkaárásunum í Bandaríkjunum 11. september 2001. Hann sagðist einnig hafa lagt ráðin á að gera árásir á Big Ben og Heathrow-flugvöllinn í London.
Daniel Pearl var rænt í Karachi í janúar árið 2002 þar sem hann var að vinna að frétt um tengsl milli íslamskra öfgahópa og svonefnds skósprengjuliða, Richard C. Reid. Lík Pearl fannst um miðjan maí í Karachi.