Veturinn á norðurhveli jarðar í ár hefur verið sjá hlýjasti frá því mælingar hófust fyrir yfir 125 árum að sögn bandarískrar ríkisstofnunar. Samanlagðar hitatölur á sjó og landi frá því í desember til febrúar voru 0,72 gráðum yfir meðallagi.
Úthafs- og andrúmsloftsrannsóknamiðstöð Bandaríkjanna (NOAA) segir að veðurfyrirbærið En Nino, sem hlýjar hluta Kyrrahafsins á vissum tíma árs, hafi einng á þátt í því að hífa upp meðaltalið.
Stofnunin lítur hinsvegar ekki á hlýnunina sem sönnun um að hitastig fari hækkandi á jörðinni.
NOAA segir að hitastiga haldi áfram að hækka um einn fimmta úr gráðu á 10 ára fresti. 10 hlýjustu árin hafa verið mæld frá árinu 1995.
Veðursérfræðingar spá því að 2007 gæti orðið hlýjasta árið frá því mælingar hófust.