Kínverjar samþykkja lög um eignarréttindi manna

Hu Jintao, forseti Kína (t.v.) og Wen Jiabao, forsætisráðherra Kína …
Hu Jintao, forseti Kína (t.v.) og Wen Jiabao, forsætisráðherra Kína (t.h.) klappa eftir að forseti þingsins Wu Bangguo tilkynnti um niðurstöðu atkvæðagreiðslunnar. Reuters

Kínverska þingið hefur samþykkt lög sem ætlað er að auka vernd á eignarréttindum manna, en þessi lög marka tímamót í landinu. Þetta er í fyrsta sinn sem sérstök lög sem taka til réttar manna að eiga eignir eru sett í kommúnistaríkinu.

Þingið hefur einnig samþykkt lög sem bindur enda á sérstök skattakjör fyrir erlend fyrirtæki, nú hefur lagður á 25% taxti sem tekur til allra fyrirtækja.

Lagafrumvörpin nutu bæði mikils stuðnings, en sumir eldri kommúnistar mótmæltu lögunum um eignarréttinn.

Á lokadegi tveggja vikna þinglotu sem haldin er árlega höfðu 99,1% af þingmönnunum 2.889 sem voru viðstaddir stutt lögin um eignarréttinn, segir á BBC.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert