Kínverska þingið hefur samþykkt lög sem ætlað er að auka vernd á eignarréttindum manna, en þessi lög marka tímamót í landinu. Þetta er í fyrsta sinn sem sérstök lög sem taka til réttar manna að eiga eignir eru sett í kommúnistaríkinu.
Þingið hefur einnig samþykkt lög sem bindur enda á sérstök skattakjör fyrir erlend fyrirtæki, nú hefur lagður á 25% taxti sem tekur til allra fyrirtækja.
Lagafrumvörpin nutu bæði mikils stuðnings, en sumir eldri kommúnistar mótmæltu lögunum um eignarréttinn.
Á lokadegi tveggja vikna þinglotu sem haldin er árlega höfðu 99,1% af þingmönnunum 2.889 sem voru viðstaddir stutt lögin um eignarréttinn, segir á BBC.