Lög um einkaeignarrétt samþykkt á kínverska þinginu

Þing Alþýðulýðveldisins Kína samþykkti í dag lög um einkaeignarrétt, sem þykja nokkuð merkileg tíðindi í kommúnistaríkinu. Þetta eru fyrstu lögin sem vernda einkaeign Kínverja, en kommúnismi boðar afnám einkaeignaréttar. Með lögunum á að koma í veg fyrir eignaupptöku, m.a. á löndum bænda.

Á þinginu var einnig samþykkt frumvarp um skattgreiðslur erlendra fyrirtækja, en samkvæmt því munu þau greiða 25% skatt en nutu áður skattaívilnana. Forsætisráðherra landsins, Wen Jiabao, lauk svo þingfundi með því að lofa frekari hagvexti. Stjórnmálaleiðtogar í Kína hafa um áratugabil reynt að þokast frá sameignarfyrirkomulagi kommúnismans með því að lögleiða einkaeignarrétt. BBC segir frá þessu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert