Skæðadrífa af peningaseðlum eftir flugslys

Lítil flugvél brotlenti á engi í Brasilíu í vikunni og fjórir menn, sem voru í vélinni létu allir lífið. Í vélinni voru einnig mikið magn af peningaseðlum, jafnvirði um 170 milljóna króna, og þegar vélin brotlenti fuku seðlarnir út um allt. Íbúar í nálægu þorpi, sem komu á slysstaðinn, safnaði saman peningunum og voru á bak og burt þegar lögreglan kom á staðinn.

Lögreglan leitar nú að peningunum en hefur aðeins fundið lítinn hluta þeirra. Ekki er ljóst hvernig á því stóð, að allt þetta fé var í flugvélinni.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert