Svíar líklega fyrstir þjóða til að gifta samkynhneigða

mbl.is/Ásdís

Sænska kirkjan verður líklega sú fyrsta í heiminum til að vígja samkynhneigð pör og veita þeim hjúskaparvottorð. Leiðtogar sænsku þjóðkirkjunnar styðja kirkjubrúðkaup samkynhneigðra og segja samkynhneigð pör eigi að njóta sama réttar og gagnkynhneigð. Sænskir biskupar eru þó ekki á einu máli um hvort það eigi að heita hjónaband.

Tillögur sænsku ríkisstjórnarinnar um lagabreytingar hvað varðar hjúskaparstöðu verða kynnta í næstu viku, og búast menn við því að þar verði lagt til að öll pör njóti sama réttar hvað varðar hjúskap.

Kirkjan myndi fá leyfi til þess að vígja samkynhneigð pör í hjónaband en prestarnir yrðu að sækja um hjúskaparvottorð sérstaklega fyrir þau. Kirkjan hefur samþykkt þetta fyrirkomulag. Fram til þessa hefur verið sama fyrirkomulag og á Íslandi, þ.e. samkynhneigð pör mega skrá sig í sambúð og hljóta blessun prests en ekki þó ganga í eiginlegt hjónaband. Sænski fréttavefurinn The Local segir frá þessu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert