Skuldir fimm fátækustu ríkjanna í Rómönsku-Ameríku við Ameríska þróunarbankann (IDB), verða felldar niður vegna áætlunar bankans um að minnka fátækt á svæðinu um helming fyrir árið 2015. Það eru lönfin Bólivía, Guyana, Haítí, Hondúras og Níkaragua sem fá felldar niður skuldir sem alls nema rúmlega 4 milljörðum Bandaríkjadala, eða sem svarar tæplega 300 milljörðum íslenskra króna.
Einnig mun bankinn sveita frekari styrki öðrum þjóðum, þar á meðal Ecuador, Paraguay og El Salvador til að veita þeim svigrúm til að bæta menntun og heilbrigðisþjónustu.
Stærri lönd sem koma að bankanum á borð við Mexíkó, Brasilíu og Argentínu hafa áður andmælt aðgerðunum, en hafa nú gefið eftir. Aðrir hópar hafa hins vegar sagt að mun meira þurfi til að leysa vandann og segja að bankinn þurfi að fara varlega í því hvar bankinn fjárfestir, því fjárfestingar í sumum iðnaði geti haft slæm áhrif á umhverfið í för með sér.