Haniyeh: „Sjálfstætt ríki Palestínu á svæðunum sem hernumin voru 1967"

Ismail Haniyeh ásamt ráðherrum sínum á blaðamannafundi á Gaza í …
Ismail Haniyeh ásamt ráðherrum sínum á blaðamannafundi á Gaza í gær AP

Ismail Haniyeh, forsætisráðherra Palestínu og leiðtogi Hamas hreyfingarinnar, sagði þegar hann kynnti nýja ríkisstjórn fyrir palestínska þinginu, að Palestínumenn hafi rétt til að verjast hersetu Ísraela, en einnig að þeir muni vinna að áframhaldandi vopnahléi milli Ísraela og Palestínumanna. Miri Eisin, talskona Ísraelsstjórnar, hefur sagt að Ísraelar muni ekki eiga samskipti við hina nýju Palestínustjórn.

Sagði Haniyeh, að palestínska stjórnin vilji koma á sjálfstæðu ríki á þeim svæðum sem Ísraelar hernámu í sex daga stríðinu árið 1967.

Mahmoud Abbas, forseti Palestínu, sagði í ræðu sinni að palestínska þjóðin hafnaði ofbeldi í öllum sínum myndum, og vildi koma á friði sem byggður yrði á viðræðum.

,,Palestínumenn rétta út hönd sína til Ísraels, til að koma á friði frelsis og jöfnuðar og hvetja Ísraela til að komast að sameiginlegri skuldbindingu um að stöðva allt ofbeldi”, sagði Abbas.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka