Hundruð Íraka undir læknishendur vegna klórgasárása

A.m.k. 350 óbreyttir íraskir borgarar og sex bandarískir hermenn hafa leitað sér læknishjálpar eftir að þrír sjálfsvígsárásarmenn gerðu árásir á flutningabílum hlöðnum klórgasi. Fyrsta árásin var framin í gær, og hafa tvær slíkar fylgt í kjölfarið, í öðru tilvikinu var sprengdur í loft upp bíll sem innihélt 750 lítra klórtank og þurftu um 250 að leita sér læknisaðstoðar vegna eitrunar.

Uppreisnarmenn hafa þrisvar áður beitt klórgasi og óttast talsmenn Bandaríkjahers að uppreisnarmenn séu að þróa nýjar aðferðir til að fremjar hryðjuverk.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert