Ingibjörg Sólrún heiðursgestur á landsfundi sænskra jafnaðarmanna

Mona Sahlin, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir og Helle Thorning á fundi …
Mona Sahlin, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir og Helle Thorning á fundi sænska Jafnaðarmannaflokksins í dag mbl.is/Magnus Selander

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar var heiðursgestur ásamt Helle Thorning, leiðtoga danska jafnaðarflokksins, á landsfundi sænska Jafnaðarmannaflokksins, sem haldinn var í Folkets hus í Stokkhólmi í dag. Þar tók Mona Sahlin við leiðtogaembætti flokksins af Göran Person og eru konur nú í meirihluta formanna norrænu jafnaðarflokkanna.

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir ávarpaði landsfundinn og kemur fram í fréttatilkynningu frá Samfylkingunnai að hún hafi m.a. sagt í ræðu sinni að þetta væri stór dagur fyrir jafnréttisbaráttuna og stór dagur fyrir lýðræðið.

Þá er haft eftir henni í sænska blaðinu Dagens Nyheter að leiðtogarnir þrír „ætli allar að velta borgaralegum ríkisstjórnum úr sessi".

Ingibjörg Sólrún sagði að samfélag sem byggði á reynslu bæði kvenna og karla, væri sterkara og réttsýnna en samfélag sem ekki nýtti til fullnustu þann mannauð sem býr í báðum kynjum. Ingibjörg Sólrún gerði málefni barna að sérstöku umtalsefni og sagði það vera hálfkarað og ófullkomið samfélag sem ekki tæki mið af sjónarmiðum og þörfum barna.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert