Ratsjárstöð Bandaríkjamanna hafnað í táknrænni atkvæðagreiðslu

Íbúar þorpsins Trokavec héldu um helgina táknræna atkvæðagreiðslu þar sem því var hafnað með miklum meirihluta að sett verði upp ratsjárstöð tveimur kílómetrum frá þorpinu, sem fyrirhugað er að verði hluti af eldflaugavarna kerfi Bandaríkjamanna í Tékklandi. Atkvæðagreiðslan hefur ekkert táknrænt gildi, en með henni vildu þorpsbúar ítreka áhyggjur sinni af geislun og að þorpið verði skotmark.

72 af 90 á kjörskrá greiddu atkvæði og var aðeins einn þorpsbúi hlynntur því að ratsjárstöðin verði sett upp. Jan Neoral, bæjarstjórinn í Trokavec, segir að kosningin hafi verið skilaboð þorpsbúa til stjórnvalda um að verðandi nágrannar ratsjárstöðvarinnar séu lítt hrifnir af hugmyndinni. Þá segist hann telja að fleiri þorp muni halda slíkar þorpsatkvæðagreiðslur.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert