Maður, sem var að viðra hundinn sinn í Hamborg í Þýskalandi gekk fram á barnslík í svörtum plastpoka á gangstétt framan við 20 hæða fjölbýlishús.
Barnið var nýfædd að sögn Hamburger Abendblatt, og bentu niðurstöður krufningar til þess, að barnið hefði fæðst á lífi en látist af völdum höfuðáverka. Er talið, að því hafi verið kastað út um glugga á einni af efri hæðum hússins.
Tekið hefur verið lífssýni úr nokkrum konum í byggingunni en lögreglan segist vona að sá sem framdi þennan verknað gefi sig fram.