Sprengjuárásir í Afganistan þrefölduðust á milli ára

Breskir hermenn á meðal barna í Afganistan.
Breskir hermenn á meðal barna í Afganistan. Reuters

Sprengjuárásir í Afganistan þrefölduðust á milli áranna 2005 og 2006 samkvæmt tölum sem breska ríkisstjórnin birti í dag. Að sögn Adam Ingram, sem er ráðherra sem fer með málefni hersins í breska varnarmálaráðuneytinu, fjölgaði árásum með heimatilbúnum sprengjum úr 500 árið 2005 í 1.525 árið 2006.

Ingram bendir á að tölurnar séu áætlaðar, en segir jafnframt að flestar árásanna hafi verið beint gegn stöðugleikasveitum NATO (ISAF) eða hermönnum sem tilheyra þjóðaröryggissveitum Afganistan.

Af sprengjuárásunum fjölgaði sjálfsvígsárásum sexfalt, úr 25 fyrir tveimur árum í 150 í fyrra.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert