Umfangsmikið eggjasvindl afhjúpað í Bretlandi

mbl.is

Rannsókn sem DEFRA, bresk stofnun sem hefur eftirlit með umhverfis- matvæla- og dreifbýlismálum, hefur unnið að síðan á síðasta ári hefur leitt í ljós stórfelld svindl í eggjaviðskiptum þar sem egg sem kynnt hafa verið sem umhverfisvæn hafa reynst koma frá hefðbundnum hæsnabúum.

Eftir spurn eftir eggjum sem framleidd eru á búum þar sem varphænur fá að ganga lausar , hefur stóraukist síðustu ár í Bretlandi og víðar og hafa breskir eggjabændur vart við að framleiða slík egg. Þessi egg eru svo talsvert dýrari vegna eftirspurnarinnar og kostnaðar við að framleiða þau.

Við rannsóknina kom í ljós að innflutningur á eggjum frá tveimur ónefndum Evrópulöndum hafi viðgengist í allt að fimm ár og að eggin hafi verið seld á þeim forsendum að þau væru framleidd á búum þar sem farið væri með hænsn á mannúðlegan hátt. Á þessu tímabili segja talsmenn DEFRA að um tíu flutningabílar hafi komið til Bretlands vikulega með „fölsuð” egg.

Talsmenn DEFRA segja afar nauðsynlegt að komast til botns í málinu og rannsaka hvort álíka svik hafi átt sér stað annars staðar, því annað séu svik gagnvart breskum almenningi, og breska eggjaiðnaðinum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert