Fjórir stungnir í fjöldaslagsmálum í London

Fjórir voru særðir stungusárum í fjöldaslagsmálum í London í dag. Að sögn Lundúnalögreglunnar er einn karlmaður með stungusár á maga, tvær eru særðir á baki og sá fjórði særðist á fæti.

Um er að ræða fjóra unga karlmenn á aldrinum 15-18 ára. Slagsmálin áttu sér stað í Wood Green í London um klukkan 16 í dag.

Enginn hinna særðu er sagður vera með lífshættuleg sár.

Tveir menn voru handteknir í tengslum við slagsmálin í dag og rannsakar lögreglan nú hvort þau tengist klíkuátökum.

Sky-fréttastofan greinir frá þessu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert