Fyrrum háttsettur ríkisstarfsmaður hefur segir að Gordon Brown, sem mun taka við af Tony Blair sem forsætisráðherra Bretlands, búi yfir „Stalínísku miskunnarleysi“.
John Turnbull, sem var æðsti opinberi starfsmaður Bretlands þar til fyrir tveimur árum, skaut föstum skotum að Brown á sama degi og framkvæmdastjórn Verkamannaflokksins kom saman til þess að ákveða hvernig staðið verði að því að kjósa arftaka Tony Blair.
Blair mun láta af embætti einhvern tíma á þessu ári og það er talið næsta öruggt að Brown, sem er fjármálaráðherra Bretlands, muni taka við af honum án mótstöðu.