Lögregla handtók franskan húsaklifrara, sem kallar sig Köngulóamanninn, er hann gerði tilraun til að klífa 88 hæða Petrónas tvíburaturnana í Malasíu með berum höndunum og án nokkurra áhalda. Þetta er í annað sinn á 10 árum sem hann reynir við þessa turna. Alain Robert var handtekinn á sextugustu hæð á turni tvö þar sem hann veifaði fána Malasíu fyrir mannsöfnuðinn á jörðu niðri áður en hann var leiddur í burtu af yfirvaldinu.
Fyrir tíu árum var Robert stöðvaður á sömu hæð fyrir tíu árum þar sem sylla fyrir lögreglu og slökkvilið til að fara út á. Þá var hann kærður fyrir að vera að þvælast þar sem hann átti ekki að vera í leyfisleysi. Ekki er ljóst hvort hann verði kærður að þessu sinni.
Turnarnir eru 452 metra háir og það sást varla í Robert neðan frá jafnsléttu er hann var kominn upp fyrir fertugustu hæðina.