Chirac lýsir yfir stuðningi við Sarkozy

Jacques Chirac, forseti Frakklands
Jacques Chirac, forseti Frakklands Reuters

Forseti Frakklands, Jacques Chirac, hefur lýst yfir stuðningi við framboð Nicolas Sarkozys í forsetakosningunum sem fram fara í Frakklandi þann 22. apríl næstkomandi.

Nýverið greindi Chirac frá því að hann sæktist ekki eftir endurkjöri en margir stjórnmálaskýrendur hjuggu eftir því að Chirac lýsti ekki yfir stuðningi við flokksfélaga sinn, Sarkozy, þegar hann greindi frá ákvörðun sinni um að hann biði sig ekki fram til endurkjörs.

Í yfirlýsingu frá Chirac kemur fram að hann styðji Sarkozy vegna hæfileika hans og því sé eðlilegt að hann styðji framboð Sarkozys. Chirac greindi jafnframt frá því að Sarkozy léti af embætti innanríkisráðherra á mánudag.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert