Einn af hverjum fimm ungum Grænlendingum hafa einhvern tíma reynt að fremja sjálfsmorð samkvæmt nýrri könnun sem framkvæmd var á vegum dönsku lýðheilsustöðvarinnar Statens Institut for Folkesundhed. Þá sýnir könnunin að mun fleiri grænlenskar stúlkur en piltar hafa reynt að fyrirfara sér. Þetta kemur fram á fréttavef Jyllands-Posten.
Könnuninni var gerð á meðal fólks á aldrinum 15 til 17 ára og sögðust 33% stúlkna hafa reynt að fyrirfara sér en 11% pilta. 50% stúlkna sögðust hins vegar hafa íhugað sjálfsmorð en 20% pilta.
Fleiri grænlenskir karlar fremja hins vegar sjálfsmorð en konur og árið 2002 frömdu tæplega 400 af hverjum 100.000 grænlenskum drengjum á aldrinum 15 til 19 ára sjálfsmorð. 180 stúlkur af hverjum 100.000 frömdu hins vegar sjálfsmorð sama ár.