Indjánahöfðingjar og fyrrverandi geimfari í 1.200 metra hæð yfir Miklagljúfri

Boðsgestir horfa niður í Miklagljúfur af pallinum nýja.
Boðsgestir horfa niður í Miklagljúfur af pallinum nýja. Reuters

Indjánahöfðingjar, fyrrverandi geimfari og fleiri boðsgestir stigu í gær út á nýjan skeifulaga útsýnispall sem skagar út yfir Miklagljúfur í Bandaríkjunum, en í gegnum glergólf pallsins má sjá um 1.200 metra niður í gljúfrið.

Pallurinn, sem heitir Grand Canyon Skywalk, skagar 21 metra út yfir brún gljúfursins. Meðal fyrstu manna sem fetuðu sig út á pallinn var Buzz Aldrin, sem varð næstfyrstur manna til að stíga fæti á tunglið. Einnig skoðuðu pallinn höfðingjar úr Hualapai indjánaþjóðflokknum, sem veitti leyfi fyrir því að pallurinn yrði reistur.

Fjölmiðlamenn fengu einnig að skoða útsýnið í gær, en pallurinn verður opnaður almenningi 28. mars.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert