Indjánahöfðingjar og fyrrverandi geimfari í 1.200 metra hæð yfir Miklagljúfri

Boðsgestir horfa niður í Miklagljúfur af pallinum nýja.
Boðsgestir horfa niður í Miklagljúfur af pallinum nýja. Reuters

Indjána­höfðingj­ar, fyrr­ver­andi geim­fari og fleiri boðsgest­ir stigu í gær út á nýj­an skeifu­laga út­sýn­ispall sem skag­ar út yfir Miklagljúf­ur í Banda­ríkj­un­um, en í gegn­um glergólf palls­ins má sjá um 1.200 metra niður í gljúfrið.

Pall­ur­inn, sem heit­ir Grand Canyon Skywalk, skag­ar 21 metra út yfir brún gljúf­urs­ins. Meðal fyrstu manna sem fetuðu sig út á pall­inn var Buzz Aldr­in, sem varð næst­fyrst­ur manna til að stíga fæti á tunglið. Einnig skoðuðu pall­inn höfðingj­ar úr Hualapai indjánaþjóðflokkn­um, sem veitti leyfi fyr­ir því að pall­ur­inn yrði reist­ur.

Fjöl­miðlamenn fengu einnig að skoða út­sýnið í gær, en pall­ur­inn verður opnaður al­menn­ingi 28. mars.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert