Aðstoðarmaður al-Sadrs á fund með forsætisráðherra Íraks

Ahmed Shibani, einn af helstu aðstoðarmönnum herskáa sjía-klerksins Moqtadas al-Sadrs átti í morgun fund með Nouri al-Maliki, forsætisráðherra Íraks. Skammt er síðan Shibani var látinn laus úr haldi Bandaríkjahers.

Fram hefur komið, að stjórn al-Malikis hefur að undanförnu viðræður við fulltrúa uppreisnarafla, aðallega súnníta, um að sameinast gegn hryðjuverkasamtökunum al-Qaeda í Írak og taka þátt í hinni pólitísku þróun.

Að sögn breska ríkisútvarpsins, BBC, líta Bandaríkjamenn svo á, að Shibani gæti lagt sitt að mörkum til að draga úr ofbeldisverkum í Írak.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert