Íransforseti ekki viðstaddur fund öryggisráðs SÞ; vegabréfsáritunin of lengi á leiðinni

Mahmoud Ahmadinejad mun ekki vera viðstaddur fund öryggisráðs SÞ í …
Mahmoud Ahmadinejad mun ekki vera viðstaddur fund öryggisráðs SÞ í New York á morgun að sögn heimildarmanns AFP. AP

Mahmoud Ahmadinejad, forseti Írans, verður ekki viðstaddur fund öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna í New York á morgun, þar sem rætt verður um kjarnorkuáætlun Írans. Ástæðuna má rekja til þess að Bandaríkin voru of sein með að útvega honum vegabréfsáritun. Þetta hefur AFP-fréttastofan eftir heimildarmanni sínum.

„Ekkert verður af ferð Ahmadinejads forseta hingað sökum þess hve Bandaríkin hafa verið sein með að útvega honum vegabréfsáritun,“ sagði heimildarmaðurinn.

„Af þessum sökum er ekki hægt að koma vegabréfsárituninni til Teheran á tilsettum tíma, og af þeim sökum er nær ómögulegt fyrir forsetann að ferðast,“ bætti hann við.

Þessu hafa bandarísk stjórnvöld neitað.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert