Stjórnarherinn hefur náð Kinshasa aftur á sitt vald

Stjórnarhermenn sjást hér standa vörð í höfuðborginni.
Stjórnarhermenn sjást hér standa vörð í höfuðborginni. Reuters

Stjórnarhermenn Lýðveldisins Kongó hafa náð Kinshasa, höfuðborg landsins, að mestu aftur á sitt vald. En annan daginn í röð hefur stjórnarherinn barist við uppreisnarmenn í borginni.

Flestir uppreisnarmannanna, sem eru hliðhollir Jean-Pierre Bemba sem beið lægri hlut í forsetakosningunum í fyrra, hafa flúið í inn í viðskiptahverfi borgarinnar.

Að sögn sjónvarvotta er búið að fjarlægja tugi líka, sem eru þakin skotsárum, af götum borgarinnar og þá hefur borgarbúum verið skipað að halda sig innan dyra.

Fyrr í dag var gefin út handtökutilskipun á hendur Bemba, en hann er sakaður um landráð.

Hann hefur leitað skjóls í húsnæði suður-afríska sendiráðsins. Þá hefur hann neitað að hafa skipulagt hernaðaraðgerðir í landinu sem ætlað var að koma Joseph Kabila, forseta landsins, frá völdum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert