Stjörnvöld í Íran greindu frá því í dag að bresku hermennirnir 15, sem þau handtóku í gær, hefðu viðurkennt að hafa verið á írönsku hafsvæði og yrði því ekki sleppt að kröfu breskra stjórnvalda.
Hermennirnir 15, þar af ein kona, voru færðir til yfirheyrslna í Teheran í dag og krafnir svara á því hvað þeir voru að gera á þessu svæði, en Bretar segja hefðbundnar aðgerðir gegn smygli hafa verið á ferð. Talsmaður íranska hersins, Alireza Afshar, segir hermennina hafa vitað að þeir voru í íranskri landhelgi. Það er þvert á fullyrðingar Breta sem segja þá hafa verið á írösku hafsvæði.