Brot úr beinum gætu hafa verið notuð til landfyllingar í New York

Annar tvíburaturnanna hrynur í New York, 11. september 2001.
Annar tvíburaturnanna hrynur í New York, 11. september 2001. ap

Brot og aðrar leifar tvíburaturna World Trade Center, sem féllu eftir hryðjuverkaárásir 11. september 2001, voru notuð til landfyllingar í borginni, en þar gætu verið leifar fólks sem fórst í árásunum. Þetta kemur fram í eiðsvarinni yfirlýsingu sem skráð var við alríkisdómstól í Manhattan í New York í gær.

Yfirlýsingin var lögð fram í dómsmáli sem hófst árið 2005, þar sem ættingjar fórnarlamba hryðjuverkanna lögsóttu borgaryfirvöld fyrir að hafa ekki leitað nógu vel að líkum í rústum bygginganna. Því hafi ekki verið hægt að jarðsetja fólkið.

Eric Beck, sem vinnur við landfyllingar á Staten Island, segir mulninginn sem tekinn var úr rústum tvíburaturnanna ekki hafa verið síaðan. Lítil brot hafi verið fjarlægð sem mögulega hafi getað verið bein. Frá þessu segir á Reuters.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert