Leiðtogar aðildarríkja Evrópusambandsins (ESB) munu hittast í Berlín í dag og fagna 50 ára afmæli þess, en sambandið var stofnað með Rómarsáttmálanum 1957. Á afmælisfundinum verður studd svokölluð Berlínaryfirlýsing um afrek sambandsins og þær áskoranir sem það stendur nú frammi fyrir. Kanslari Þýskalands, Angela Merkel, mun þá nýta tækifærið til að hefja að nýju umræður um stjórnarskrá sambandsins, sem hafnað var af Frökkum og Hollendingum árið 2005.
Stjórnmálaskýrendur segja stjórnarskrána í raun eiga að fela mikinn klofning milli aðildarríkjanna 27. Í Berlínaryfirlýsingunni er farið yfir árangur ESB á hálfri öld, meðal annars opnun landamæra, frjáls markaðar og tilkomu evrunnar. Fréttaskýrandi BBC í Berlín segir ekki minnst beint á þau mál í yfirlýsingunni sem mest er deilt um, þ.e. frekari útvíkkun sambandsins með aðild Tyrkja og ríkjanna á Balkanskaga og svo stjórnarskrána. Þjóðverjar fara fyrir ESB um þessar mundir.
Frekari fróðleikur um Rómarsáttmálann og ESB