80 skæruliðar felldir í Afganistan

Breskir hermenn í Afganistan.
Breskir hermenn í Afganistan. Reuters

Í það minnsta 80 menn, sem sagðir eru skæruliðar úr röðum talibana, hafa verið felldir af breskum og afgönskum hermönnum í Afganistan í þriggja daga áhlaupi. Um 500 hermenn úr ANSF, þjóðaröryggissveitum Afganistans, tóku þátt í þessum hernaði. Ráðist var á uppreisnarmenn í Babaji, svæði í Helmand-héraði.

Fjölþjóðlegt herlið Nató var hernum til stuðnings. Þetta er sögð stærsta hernaðaraðgerðin til þessa í Afganistan, sem miðar að því að hreinsa ákveðið umdæmi af uppreisnarmönnum svo uppbygging geti hafist þar. Átökin hófust fimmtudaginn síðastliðinn, og féllu þá 70 skæruliðar. Fáir munu hafa fallið úr röðum hersins, en ekki er nefnd nein tala látinna í frétt Sky um þetta.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert