Íranar fordæma refsiaðgerðir SÞ

Stjórnvöld í Íran fordæma ákvörðun öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna um harðari refsiaðgerðir í garð Írana vegna kjarnorkuáætlunar ríkisins og segja þrýsting og hótanir ekki breyta neinu. Utanríkisráðherra Írans, Manouchehr Mottaki, segir Írana ekki hefja viðræður við Evrópusambandið og Bandaríkin fyrr en látið verði af kröfum um að Íranar hætti að auðga úran.

Öryggisráðið samþykkti einróma í gær að bæta við þær refsiaðgerðir sem samþykktar voru í fyrra, en nú verður viðskiptabann sett á vopnasölu Írana og eignir fyrirtækja og einstaklinga utan landsins frystar sem koma að kjarnorkustarfinu með einum eða öðrum hætti.

Javier Solana, yfirumsjónarmaður utanríkismála hjá ESB, segist ætla að reyna að ræða við samningamanna Írana í kjarnorkumálum, Ali Larijani, um að hefja viðræður á ný. BBC segir frá þessu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert